Hátíðarguðsþjónusta íslenska safnaðarins annan dag jóla fer fram í Nordberg kirkju kl. 14.00. 
Sr. Lena Rós Matthíasdóttir þjónar fyrir altari. 
Ískórinn mun leiða sönginn undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. 
Að lokinni athöfn verður jólaball í safnaðarheimilinu samhliða kirkjukaffi í umsjá Ískórsins. Yngstu þátttakendurnir á jólaballinu munu fá jólanammi. 
Við væntum góðrar þátttöku allra íslendinga í Ósló og nágrenni.


